Námskeið um sjúkdóma á sauðburði og burðarhjálp (IS)
(vor (IS))

 This course requires an enrolment key

Félögum sauðfjárbænda á Snæfellsnesi, í Borgarfirði og Dölum var boðið upp á þetta tilraunanámskeið 2010. Í ár, 2011, verður námskeiðið gert aðgengilegt á netinu og boðið sauðfjárbændum um allt land. Árni B. Bragason ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands sér um fyrsta hlutann; um sjúkdóma á sauðburði. Þátttakendum stendur til boða að koma á fyrirlestur, á Hvanneyri og víðar um land, en eins er hægt að taka þátt í gegn um netið. Vikuna eftir er jafningjafræðsla, hópar sauðfjárbænda koma saman hver á sínu svæði og ræða kennsluefnið og spurningar úr því.

Tengiliðir í hverjum hópi skipuleggja þennan hluta jafningjafræðslunnar. Á þessum fundi er mikilvægt að þátttakendur hafi lesið kennsluefnið og byrjað að velta fyrir sér spurningunum.


Í síðasta hlutanum fer Eyjólfur Kristinn Örnólfsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands með erindi um sauðburðarhjálp og dýralæknir svara spurningum.Að lokum eru þátttakendur beðnir að meta námskeiðið.

This course requires an enrolment key


Creative Commons licens
Sheepskills.eu by Sheepskills Consortium is licensed under a Creative Commons Attribution 3.0 Unported License. Based on a work at www.sheepskills.eu.
Permissions beyond the scope of this license may be available at http://www.sheepskills.eu
e-Trainer Zertifikat FernUniversität in Hagen